Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur á Úlfarsfell

07.09.2016
2. bekkur á Úlfarsfell

Þriðjudaginn 6. september fóru 90 göngugarpar úr 2. bekk í fjallgöngu upp á Úlfarsfell. Gengið var upp á fellið vestanvert og komið niður í skógræktina að norðanverðu. Þessi ferð gekk mjög vel og kláruðu allir gönguna stoltir og með bros á vör. Veðrið lék við okkur, sólskin og blíða. Þessi ferð er notuð sem fræðsla við upphaf þemavinnu um fjöll í náttúrufræði. Allir komu reynslunni ríkari úr ferðinni, auk þess að reyna á göngustyrkinn skoðuðum við gróðurinn, tíndum ber, nutum útsýnisins yfir höfuðborgarsvæðið og nálæg fjöll, byggðum upp vináttu, lærðum að umgangast náttúruna og skemmtum okkur vel.

Skoða má myndir úr ferðinni á myndasíðu árgangsins

Til baka
English
Hafðu samband