Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leynigestur í heimsókn

19.09.2016
Leynigestur í heimsóknNemendur í Hofsstaðaskóla fengu óvænta heimsókn í dag mánudaginn 19. september en þá komu kennarar, sem farið höfðu í skólaheimsókn til Vestmannaeyja, með lundapysju með sér í skólann. Byrjað var á því að lesa söguna Pysja fyrir nemendur í 1. bekk og svo birtist leynigesturinn úr kassanum. Lundapysjan vakti að sjálfsögðu mikla lukku og áhuga nemenda. Nemendur fræddust örlítið um lundapysjur og lundann s.s. hvar hann býr og hvað hann borðar. Nemendur spurðu fjölbreyttra og skemmtilegra spurninga og voru með ýmsar vangaveltur. Þegar spurt var af hverju lundapysjur fyndust ekki í Garðabænum nefndi einhver að það væri svo kalt í Garðabænum! Kaldara en annarsstaðar á Íslandi. Lundapysjan heimsótti svo fleiri árganga og fengu þeir sem vildu að strjúka henni örlítið. Pysjan stóð sig vel og mun nú fljúga aftur út á sjó.  Myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.
Til baka
English
Hafðu samband