Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Náttúrufræðiverkefni við Vífilsstaðavatn

28.09.2016
Náttúrufræðiverkefni við Vífilsstaðavatn

Nemendur í 7. bekk eru í vetur að vinna náttúrufræðiverkefni þar sem Vífilsstaðavatn leikur stórt hlutverk. Nemendur læra um sjálft vatnið, vatnasvæði og lífríki þess. Þeir vinna einnig ýmis verkefni um gróðurinn, fiskana, smádýrin, fuglana og fleira.  Í vikunni fóru nemendur með kennurum sínum hjólandi upp að Vífilsstaðavatni og hittu Bjarna fiskfræðingur tók á móti krökkunum upp við vatnið og var með stutta kynningu og hjálpaði þeim að veiða fiska og taka þá úr netunum ásamt kennurum. Þegar heim var komið krufu nemendur fiskana og skoðuðu þá vandalega og greindu sýni úr vatninu og skoðuðu smádýr í víðsjá. Myndir úr ferðunum er að finna í myndasafni 7. bekkja. 

Myndir úr 7. ÖM

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband