Bebras áskorunin
Vikuna 7. - 11. nóvember taka fjölmargir nemendur í Hofsstaðaskóla þátt í Bebras áskoruninni. Áskorunin er keyrð árlega um allan heim og er hún opin í eina viku. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst sá að leyfa krökkum á aldrinum 6-18 ára að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritun (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking). Þetta er í annað sinn sem Bebras áskorunin er keyrð á Íslandi.
Eftir að þrautinni lýkur geta nemendur skráð sig inn aftur til að skoða lausnir og sjá hvernig þeim gekk. Nánari upplýsingar um áskorunina er að finna á http://www.bebras.is
Á myndsíðu skólans 2016-2017 má nálgast myndir sem teknar voru af nemendum þegar þeir glímdu við þrautirnar