Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

18.11.2016
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Hofsstaðaskóla föstudaginn 18. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í höndum 3. bekkinga og hófst hún á laginu „Vikivaki“ en Jóhannes úr Kötlum samdi textann við það lag. Í framhaldinu var sagt frá skáldinu bæði í máli og myndum. Dagskránni lauk með fallegum söng nemenda á laginu „Á íslensku má alltaf finna svar“ sem á vel við á degi sem þessum.
Hjá 5. – 7. bekk var dagskráin í höndum 5. bekkinga sem sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni en Dagur íslenskrar tungu er haldinn á fæðingadegi hans. Nokkrir nemendur spiluðu á hljóðfæri og sýndur var leikþáttur þar sem lesin voru ljóð eftir Jónas og vakin var athygli á hvernig ljóðin myndu hljóma í dag. Dagskránni lauk með því að nemendur sungu saman „Á íslensku má alltaf finna svar“.

Hér má sjá myndir frá skemmtununum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband