Drekaklúbbur
09.01.2017
Drekaklúbbur tók til starfa í desember á skólasafni Hofsstaðaskóla. Nemendum í 2.-7. bekk stendur til boða að ganga í klúbbinn. Í drekaklúbbnum geta nemendur lesið bækur í fimm þyngdarflokkum:• Drekalærlingur
• Drekafræðingur
• Drekameistari 1. gráða
• Drekameistari 2. gráða
• Drekameistari 3. gráða
Nemendur velja flokk sem hentar þeirra lestrargetu. Í hverjum flokki þarf að lesa 8-10 bækur til að útskrifast og fá viðurkenningu. Í drekaklúbbnum eru bækur þar sem drekar koma á einhvern hátt við sögu.
Óhætt er að segja að drekakúbburinn hafi vakið mikinn áhuga hjá nemendum í 3. og 4. bekk og hafa nú þegar nokkrir nemendur þar útskrifast sem drekalærlingar og drekafræðingar. Meðlimum drekaklúbbsins fjölgar dag frá degi og á hverjum degi bætast við nokkrir drekalærlingar í 2. bekk.