4.B skemmti á sal
Nemendur yngra stigs koma saman á föstudagsmorgnum kl. 9:10 annað hvort til að syngja eða til að njóta skipulagðrar skemmtunar sem einn bekkur sér um. Í dag föstudagsmorguninn 3. febrúar var komið að 4.B að sjá um skemmtiatriðin. Undanfarið hefur hópurinn staðið í ströngu við undirbúning fjölbreyttrar og glæsilegrar dagskrár sem reyndi á hæfni nemenda á mismunandi sviðum. Markmiðið er ávallt að allir taki þátt og leggi eitthvað af mörkum. Búið var að general prófa sýninguna á bekkjarkvöldi með foreldrum sem fram fór fimmtudagskvöldið 2. febrúar. Kom þá í ljós að dagskráin var full löng og þurfti að stytta hana örlítið fyrir skemmtun á sal. Greinilega mikill metnaður í gangi í 4. bekk og mikið af hæfileikafólki.
Á föstudagsmorgninum bauð 4.B upp á ýmis tónlistaratriði, fimleikasýningu, dans, myndband um skólann sinn o.fl. Nemendur úr hópnum sáu einnig um tæknistjórn og sviðsstjórn meðan á sýningu stóð.
Til hamingju 4. B með glæsilega frammistöðu!
Skoða fleiri myndir á myndasíðu 4.B