Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sterk liðsheild

03.02.2017
Sterk liðsheild

Í þessari viku fengum við í Hofsstaðaskóla góðan gest í heimsókn, Þorgrímur Þráinsson kom til okkar og ræddi við nemendur í 6. – 7. bekk og svo kom hann aftur og ræddi við nemendur í 4.-5. bekk. Hann flutti erindi sem hann kallar Sterk liðsheild og byggir það á því hvað við getum lært af árangri íslenska landsliðsins í Frakklandi.

Þorgrímur benti nemendum á að þeir séu líka lið (bekkur), með þjálfara (kennara), aðstoðarmenn (foreldra, systkini o.s.frv.) og að nemendur gætu líka verið fyrirliðar (leiðtogar) með því að leggja sig fram. Hann var fyrst og fremst að hvetja nemendur til dáða, fá þá til að setja sér markmið, sýna samkennd, hjálpa öðrum, virða kennarann, þakka fyrir sig og fleira. Allir nemendur hlustuðu af athygli og munu vonandi nýta sér þennan fróðleik en eins og Þorgrímur sagði við nemendur: Áhrifin sem þú hefur á aðra er það dýrmætasta sem til er!
Við í Hofsstaðaskóla þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og þetta fróðlega erindi.

Skoða fleiri myndir á myndasíðu skólans 2016-2017

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband