Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veljum bók fyrir Bókaverðlaun barnanna

07.03.2017
Veljum bók fyrir Bókaverðlaun barnanna

Árlega stendur Borgarbókasafnið fyrir Bókaverðlaunum barnanna. Gefið er út veggspjald sem inniheldur myndir af öllum barna- og unglingabókum sem gefnar voru út árið 2016. Þeim nemendum sem áhuga hafa býðst að velja eina til þrjár bækur af veggspjaldinu. Þátttökuseðlar eru á skólabókasafninu hjá Kristínu og einnig kassi til að skila seðlunum en skilafrestur er til 25. mars. Hver einstaklingur má fylla út einn þátttökuseðil. Höfundar þeirra bóka sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna. Tilkynnt verður um úrslit á sumardaginn fyrsta.

Bókasafn Garðabæjar ætlar að draga út þrjá þátttökuseðla og fá þeir nemendur viðurkenningu fyrir þátttöku. Hvetjum alla til að kíkja á safnið og leggja sitt af mörkum við að velja þá bók sem á að hljóða bókaverðlaun barnanna í ár.

 

Til baka
English
Hafðu samband