Skólanefnd Garðabæjar fundar í Hofsstaðaskóla
Skólanefnd Garðabæjar hélt fund í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 17. maí. Fundurinn hófst með hefðbundinni dagskrá. Að henni lokinni mættu fjórir nemendur skólans þau Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir úr 7. bekk og Guðmundur Thor Ingason og Kári Kjartansson úr 6. bekk og sátu fyrir svörum um skólann sinn. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og eru svo sannarlega stolt skólans.
Bergdís Lilja og Sonja Lind voru fulltrúar nemenda í skólaráði skólaárið 2016-2017 og eru þeim þökkuð góð störf. Guðmundur Thor og Kári eru nýkjörnir fulltrúar nemenda í skólaráð 2017-2018 og eru þeir boðnir hjartanlega velkomnir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa skólanefndar
Efsta röð frá vinstri:
Kjartan Örn Sigurðsson, Steinunn Bergmann, Margrét Harðardóttir
Miðröð frá vinstri:
Sigríður Hulda Jónsdóttir, Brynhildur Sigurðardóttir, Margrét Björk Svavarsdóttir, Berglind Bragadóttir
Fremsta röð frá vinstri:
Guðmundur Thor Ingason, (nýkjörinn fulltrúi), Kári Kjartansson (nýkjörinn fulltrúi), Sonja Lind Sigsteinsdóttir (fráfarandi fulltrúi), Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir (fráfarandi fulltrúi)