Litla upplestrarhátíðin
23.05.2017
Litla upplestrarhátíðin var haldin hátíðleg hjá nemendunum í 4. bekkjum og umsjónarkennurum þeirra. 4.A var með sína hátíð í sal skólans fimmtudaginn 18. maí en hátíð 4.B fór fram í dag þriðjudaginn 23. maí. Á hátíðinni samlásu nemendur sögur og vísur og sungu. Auk þess var boðið upp á glæsileg tónlistaratriði. Hátíðirnar gengu afar vel, nemendur stóðu sig með mikilli prýði og lögðu sig fram við upplesturinn og tónlistaratriðin enda búnir að þjálfa sig vel fyrir hátíðina með kennurunum sínum þeim: Ágústu, Smára, Hrönn og Stellu. Eins og venja er var foreldrum boðið að koma og taka þátt í hátíðarhöldunum og komu þeir með veitingar á hlaðborð sem allir nutu í lokin.
Myndir frá viðburðunum eru á myndasíðum 4. A og 4.B