Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lásu í 546 klukkustundir á tveimur vikum

29.05.2017
Lásu í 546 klukkustundir á tveimur vikumNú í byrjun maí var sett af stað lestrarátak í 4.bekk. Allir nemendur fengu afhent klukkublað og áttu þar að merkja við hversu mikill tími fór í lestur á hverjum degi. Þegar nemandi var búinn að lesa samtals í klukkustund fékk hann afhentan hest sem síðan var hengdur á vegg við bekkjarstofuna.

Krakkarnir stóðu sig afar vel og var virkilega gaman að sjá hversu mikið krakkarnir lásu. Samtals lásu bekkirnir fjórir í rúmar 546 klukkustundir á tveimur vikum. Það gerir að meðaltali 6,5 klukkustund á hvern nemanda á tveggja vikna tímabili eða tæplega 28 mínútur á dag sem hver og einn las.

Á myndunum má sjá allan þann fjölda hesta sem krakkarnir náðu að safna.Fleiri myndir eru á myndasíðu 4. bekkjar

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband