Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðgengi að Mentor og forfallaskráningar nemenda

24.08.2017
Aðgengi að Mentor og forfallaskráningar nemenda

Mentor er upplýsingakerfi sem skólinn notar til að halda utan um ástundun nemenda og framvindu þeirra í námi. Allir aðstandendur og nemendur geta fengið aðgang að kerfinu. Á forsíðu Mentor vefsins er að finna myndband um hvernig nálgast má lykilorð að Mentor. Hér má nálgast stutt kennslumyndband um aðgangÞað er ákjósanlegt að þið farið þessa leið ef þið hafið ekki nú þegar aðgangsorð að Mentor eða hafið gleymt því.

Veikindi nemenda
Besta leiðin til að skrá veikindi barna í heilum dögum er í gegnum Mentor.is. Mest er hægt að skrá tvo daga í senn. Til þess að skrá veikindin er smellt á bláu flísina Ástundun og smellt á Tilkynna veikindi (vinstra megin). Einnig er hægt að fara inn á Fjölskylduvefinn (fjólubláa flísin). Undir Ástundun (hægra megin efst) er tengill sem á stendur Skrá veikindi.  Þegar starfsmaður skólans hefur móttekið veikindaskráninguna, fá aðstandendur sjálfkrafa senda tilkynningu til staðfestingar skráningunni.

Önnur leið er að hafa samband við skrifstofu skólans og tilkynna um veikindi nemenda en til þess að forðast álag á símkerfið hvetjum við alla til að nota bestu leiðina, skráningu í Mentor. Skrá þarf veikindi fyrir hvern dag í senn en mögulegt er að skrá tvo daga í Mentor.

Leyfi nemenda
Umsjónarkennari getur veitt leyfi í allt að tvo daga. Ef um lengra leyfi er að ræða, þarf að sækja sérstaklega um það hjá skólastjórnendum og fylla út sérstakt eyðublað þar að lútandi. Eyðublaðið er á vefsíðu skólans undir Eyðublöð (neðarlega á síðunni). Nám nemenda í leyfum og öll sú röskun er kann að verða á námi nemenda vegna þessa, er á ábyrgð forráðamanna. Ekki er ætlast til að samin séu sér próf eða þau færð til þó barn sé í leyfi. Þó er reynt að meta árangur hvers nemanda eins og kostur er hverju sinni. Ákvörðun um hvernig námsmati skuli háttað sé barn í burtu í lengri tíma skal tekin í samráði við skólastjórnendur.

Til baka
English
Hafðu samband