Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4. bekkingar gróðursetja í landi Bessastaða

08.09.2017
4. bekkingar gróðursetja í landi Bessastaða

Það voru duglegir og áhugasamir nemendur í 4. bekk ásamt kennurum sem hjóluðu í sól og logni miðvikudaginn 6. september frá Hofsstaðaskóla að Bessastöðum á Álftanesi. Þar settu þeir niður birkiplöntur sem fengnar voru úr Yrkjusjóði sem Vigdís Finnbogadóttir forseti stofnaði. Að lokinni gróðursetningu hjóluðu nemendur til baka samtals um 15 km leið. Verkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem fékk leyfi til að skólanemendur í Garðabæ mættu gróðursetja á Bessastaðanesi í landi Bessastaða. Um er að ræða móa norðan við gróðurreit frá tíð Ásgeirs Ásgeirsson fyrrum forseta.

Kíkið á fleiri myndir úr ferðinni á myndasíðu 4. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband