Fyrstu smiðjulotu hjá 1. bekk að ljúka
28.09.2017
Nú er fyrstu námskeiðslotunni í smiðjum hjá 1. bekk að ljúka. Í einni smiðjunni voru nemendur í stærðfræðiþrautum en þar leystu þeir margskonar verkefni sem reyndu m.a. á rökhugsun og talnaskilning. Í annarri smiðju voru þeir í tölvufærni þar sem áhersla er lögð á að nemendur nái valdi á stjórntækjum tölvunnar, læri að skrá sig inn á notendanafni og lykilorði, sitji og beiti sér rétt og getið unnið einföld verkefni í teikniforriti. Ýmsar greinar aðrar eru kenndar í smiðjum og má nánar lesa um skipulag á smiðjukennslu og hringekjum hér á vef skólans undir Námið og Smiðjur
http://hofsstadaskoli.is/namid/smidjur/
Kíkið á myndirnar á myndasíðu 1. bekkja því þær segja meira en mörg orð.