Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. GHS skemmtir á sal

29.09.2017
6. GHS skemmtir á sal

Fyrsta skemmtun skólaársins á sal var í dag en þá riðu nemendur í 6. GHS á vaðið og sáu um skemmtidagskrá fyrir nemendur í 5.-7. bekk. Krakkarnir hafa staðið í ströngu undanfarið við undirbúning og buðu þau upp á fjölbreytt og flott atriði. Nokkrir nemendur spiluðu á hljóðfæri,  sýnt var myndbandið Costco draugurinn sem stúlkurnar í bekknum eiga heiðurinn af og drengirnir nýttu sér búningageymslu skólans og settu upp flotta tískusýningu. Að lokum sýndi allur hópurinn flott dansatriði.

Hefð er fyrir því að allir bekkir skólans stígi á svið og sjái um skemmtiatriði fyrir samnemendur í sinni deild einu sinni á hverju skólaári. Markmiðið með skemmtun á sal er að efla nemendur í að koma fram en einnig að þjálfa þá sem skemmtunina sækja í að sýna virðingu, vera góðir áhorfendur og njóta.

Kíkið á myndir frá skemmtuninn á myndasíðu 6. GHS

Til baka
English
Hafðu samband