Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

HS leikar 2017

01.11.2017
HS leikar 2017

Hinir árlegu HS leikar fóru fram í skólanum þriðjudaginn 31. október og miðvikudaginn 1. nóvember. Þegar HS leikar standa yfir er hefðbundið skólastarf leyst upp og nemendum skipt upp í aldursblandaða hópa sem í eru 13-14 nemendur og elstu nemendurnir eru fyrirliðar. Fyrirliðarnir eiga að gæta þess að öllum líði vel og að hópurinn skili sér á stöðvarnar á réttum tíma, allir séu virkir og samvinnan séð góð. Hópurinn vinnur saman að því að leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á ýmsa færniþætti. Annan daginn vinna nemendur í íþróttahúsinu og hinn daginn í skólanum. Markmið leikanna er að nemendur skólans vinni saman að fjölbreyttum verkefnum, allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.

Leikarnir í ár gengu vel. Nálgast má myndir frá leikunum á myndasíðu skólans og hér er stutt myndband um leikana.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband