Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Halloween skemmtun 7. bekkinga

03.11.2017
Halloween skemmtun 7. bekkingaHalloween diskótek 7. bekkinga í Garðabæ var haldið hér í Hofsstaðaskóla mánudagskvöldið 30. október síðastliðinn. Hinar ýmsu furðuverur mættu á skemmtunina og gaman var að sjá hve margir höfðu lagt vinnu í sinn búning. Diskótekið tókst mjög vel og skemmtu krakkarnir sér konunglega. Diskótekið Dísa sá um dansfjörið með dansi og ýmsum leikjum þannig að stemningin var frábær. Krakkarnir náðu vel saman, dönsuðu og trölluðu þannig að ómögulegt var að sjá hver var úr hvaða skóla. Veitt voru verðlaun fyrir frumlegasta og fyndnasta búninginn. Sjá myndir hér

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband