Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Furðuverur á ferli í skólanum

14.02.2018
Furðuverur á ferli í skólanum

Ýmiskonar fígúrur og furðuverur voru á ferli í skólanum í dag eins og hefð er fyrir ár hvert á öskudegi. Gengu börnin milli stöðva í skólanum og var úrvalið fjölbreytt að vanda. Boðið var upp á heimsókn til spákonu, andlitsmálun, þrautabraut, afródans, kubbakassa í smíðastofu, öskupokagerð í textílmenntastofu, Grímugerð í myndmennt, Kareoki og fleira skemmtilegt í salnum og þannig mætti lengi telja. Í íþróttahúsinu var boðið upp á hreyfifjör. Þeim sem vildu var svo boðið að mæta í myndatöku. Afraksturinn af myndatökunni má sjá á myndasíðu skólans 2017-2018. Í lok dags fengum við svo góða gesti þegar nemendur í Garðaskóla komu og sýndu tvö atriði úr Grease sýningunni sinni.

Skoða myndir á myndasíðu skólans 2017-2018

Skemmtun í salnum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband