Skemmtilegir dagar á Reykjum
Nemendur og kennarar hafa átt skemmtilega daga á Reykjum í leik og starfi. Öskudagurinn var að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og voru það nemendur Hofsstaðaskóla sem áttu lokahögginn og fengu „köttinn“ að launum. Krakkarnir sungu síðan fyrir kennara skólabúðanna og uppskáru sælgæti að launum. Að lokum var keppni í Limbó og hoppa yfir læk og enn og aftur voru það nemendur Hofsstaðaskóla sem fóru með sigur að hólmi í æsispennandi keppni.
Nemendur standa sig mjög vel og virðast allir una vel við sitt og gaman að sjá hve hópurinn hefur blandast vel. Mikið borðað eins og einn nemandi nefndi: „Mér finnst ég alltaf að vera að fara úr skónum til þess að fara í matsalinn til að borða“.
Sjá myndir á myndasíðu 7. bekkja