Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.AMH skemmti á sal

18.04.2018
5.AMH skemmti á sal

Nemendur í 5. AMH héldu skemmtun á sal fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Skemmtunin fór fram föstudaginn 6. apríl en nemendur hófu undirbúning tímanlega, voru mjög áhugasamir og lögðu sig vel fram. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og stóðu krakkarnir sig með stakri prýði. Boðið var uppá nokkur tónlistaratriði, tvö dansatriði, leikinn skopþátt „Skólaskop“, þar sem allir nemendur komu fram og líflega spurningkeppni. Jafnframt var haldið bekkjarkvöld stuttu síðar þar sem foreldrar fengu að sjá atriði nemenda, veitingar voru snæddar og allir áttu góða stund saman.
Á myndasíðu AMH eru myndir frá skemmtuninni og hér fyrir neðan er má sjá myndskeið með dansatriðunum

 

Til baka
English
Hafðu samband