Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð samskipti og markmiðasetning

18.04.2018
Jákvæð samskipti og markmiðasetning

Mánudaginn 16. apríl fengu nemendur í 6. og 7. bekk góðan gest í heimsókn, Pálmar Ragnarsson sem ræddi við krakkana um jákvæð samskipti og markmiðasetningu. Hann kom inn á mikilvægi þess að skapa umhverfi í skólanum sem stuðlar að því að öllum líði vel og hver og einn finni að hann skipti máli í hópnum. Hægt er að hafa áhrif með því að tala við alla í kringum sig, sýna öðrum áhuga og vera jákvæð fyrirmynd. Erindið var áhugavert og skemmtilegt þar sem nemendur tóku virkan þátt í umræðum.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband