Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaföndur-Laugardaginn 1. desember kl 11-14

20.11.2018
Jólaföndur-Laugardaginn 1. desember kl 11-14 Þegar jólin nálgast er ekkert skemmtilegra en að hittast, föndra og vera í góðra vina hópi í jólastemningu. Jólalög munu hljóma ásamt því að kór Hofsstaðaskóla mun koma og taka nokkur lög fyrir okkur. Í ár verður föndrað, sett saman piparkökuhús og piparkökur málaðar. Mælt er með að taka skurðbretti eða annað hentugt svo að allt komist heilt heim. Glassúr verður á staðnum en gott er að komið sé með sælgæti til að skreyta piparkökur. Veitingarsala verður á staðnum. Hlökkum til að sjá sem flesta í jólaskapi!
Til baka
English
Hafðu samband