Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blái dagurinn, dagur einhverfunnar

25.03.2019
Blái dagurinn, dagur einhverfunnar

Þriðjudaginn 2. apríl verður Blái dagurinn, dagur einhverfunnar haldinn hátíðlegur um land allt. Þá eru allir á vinnustöðum og í skólum hvattir til að mæta bláklæddir og sýna þannig stuðning. Margir hafa brugðið á það ráð að birta myndir á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #blárapríl en það hefur lífgað upp á daginn og hjálpað til við að breiða út boðskapinn. Að sjálfsögðu verðum við í Hofsstaðaskóla með og sýnum stuðning í verki með því að klæðast bláu eða í það minnsta vera með eitthvað blátt. 

Á vef styrktarfélags barna með einhverfu er hægt að fræðast nánar um einhverfu og hér má nálgast einblöðung með nánari upplýsingum um Bláa daginn

 

Til baka
English
Hafðu samband