Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla fyrir 6. bekkinga

20.05.2019
Fræðsla fyrir 6. bekkinga

Þann 15. maí fengu nemendur í 6. bekk heimsókn þegar þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel komu til okkar en þau heimsækja nemendur skóla undir merkjum fræðslunnar: Fokk me – Fokk you. Í erindi sínu ræddu þau við nemendur um ýmislegt sem snýr að samskiptum eins og að setja sér mörk, bæði fyrir sjálfan sig og ekki síður mikilvægi þess að virða mörk annarra. Þau ræddu við nemendur um virðingu í samskiptum og hvað það er sem hefur áhrif á góð og slæm samskipti einnig komu þau inn á áhrif samfélagsmiðla á líðan þeirra. Þetta viðfangsefni er þarft að ræða við nemendur enda voru þeir afar áhugasamir um fræðsluna. Kennarar ætla að nýta tækifærið og halda umræðunni áfram í bekkjartímum.

Sjá fleiri myndir frá fræðslunni

Til baka
English
Hafðu samband