Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2.ÁS skemmti á sal

06.12.2019
2.ÁS skemmti á sal

Síðla dags fimmtudaginn 5. desember buðu nemendur í 2. ÁS foreldrum sínum til skemmtunar og samveru á sal skólans. Þau endurtóku svo leikinn í dag föstudaginn 6. desember og buðu þá samnemendum sínum á yngsta stigi til skemmtunar á sal skólans. Auk nemenda á yngsta stigi voru í salnum nemendur frá vinaleikskólum okkar: Lundabóli, Hæðarbóli og Ökrum. 

Krakkarnir voru búnir að undirbúa sig og æfa mjög vel og var því eftirvæntingin mikil. Þau buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem m.a. innihélt hljóðfæraleik, söng, sýningu á vinaverkefni og tískusýningu með dans-ívafi. Má segja að þema sýningarinnar hafi verið kærleikur og vinátta.

Myndir frá skemmtuninni eru á myndasíðu bekkjarins


 
Til baka
English
Hafðu samband