Skólalok í dag 10. desember
10.12.2019
Ágætu foreldrar/forráðamenn í Hofsstaðaskóla
Neyðarstjórn Garðabæjar hefur komið saman að morgni þriðjudags 10. desember og eftirfarandi verið ákveðið vegna veðurspár dagsins:
- Skólar, leik- grunnskólar og Tónlistarskóli loki kl. 13 í samræmi við tilkynningu frá slökkviliðinu um röskun á skólastarfi en tryggt að starfsmenn séu í húsi þar til búið er að sækja öll börn. Sendar hafa verið út tilkynningar um að börn gangi ekki ein heim eftir kl. 13 og verði sótt sem fyrst og fyrir kl. 14 í skólann.
- Akstur frístundabíls fellur niður í dag, enda gert ráð fyrir að frístundir falli niður bæði hjá Garðabæ og hjá frjálsum félögum.
- Bókasafn, Hönnunarsafn, Sundlaugar og íþróttahús, félagsstarf aldraða loki kl. 13 til að starfsmenn geti farið heim.
- Þjónustuver Garðabæjar á bæjarskrifstofunni verður mannað en lágmarksmönnun verður á bæjarskrifstofunni.
- Skólastjórar og forstöðumenn fylgjast með tilkynningum frá almannavörnum, veðurspám og fréttum í kvöld og í fyrramálið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og veðurstofu er gert ráð fyrir að miðvikudagur verði venjulegur dagur á höfuðborgarsvæðinu og skólahald verði með hefðbundnum hætti nema komi tilkynningar um annað.
Skólastjórnendur