Rithöfundar í heimsókn
18.12.2019
Árlega býður Hofsstaðaskóli nemendum sínum upp á upplestur upp úr nýjum bókum en markmiðið er að efla áhuga nemenda á lestri. Nú í desember fengum við í heimsókn rithöfundana Ævar Þór Benediktsson, Bjarna Fritzson, Gunnar Helgason og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Allir árgangar fengu að hlusta á rithöfund lesa upp úr bók sinni. Ævar Þór las upp úr bókinni Þinn eigin tölvuleikur sem er sjötta bókin í hinum sívinsæla Þín eigin-bókaflokki en bækur hans hafa hlotið Bókaverðlaun barnanna. Bjarni las upp úr nýrri bók um Orra óstöðvandi sem nýtur mikilla vinsælda meðal barna. Gunnar Helgason gefur út nýja bók í ár í nýjum bókaflokki sem heitir Draumaþjófurinn. Bækur hans hafa verið afar vinsælar til margra ára og hlotið viðurkenningar. Bergrún Íris las upp úr bók sinni Langelstur að eilífu en Bergrún hefur verið tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir bækur sínar auk þess hefur hún getið sér gott orð sem myndskreytir barnabóka. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn enda skemmtu nemendur sér ævintýralega vel yfir upplestrunum. Hér á myndasíðu skólans eru nokkrar myndir frá viðburðunum