Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikið um dýrðir í desember

19.12.2019
Mikið um dýrðir í desember

Búið er að skreyta skólann okkar hátt og lágt og allir komnir í jólagírinn. Nú í síðustu kennsluvikunni fyrir jól hefur verið mikið um dýrðir bæði hjá nemendum og starfsfólki. Síðastliðinn þriðjudag var rauður dagur og jólamatur í mötuneyti skólans. Þá borðuðu nemendur og starfsmenn saman í salnum og sáu nemendur í 7. bekk m.a. um að aðstoða við að reiða fram eftirréttinn og fleira. Stífar æfingar hafa farið fram víðsvegar um skólann en nemendur í 7. bekk munu bjóða upp á glæsilega skemmtidagskrá á tveimur jólaskemmtunum sem fram fara á morgun föstudag. Að sjálfsögðu verður jólaguðspjallið á sínum stað en það eru nemendur 4. bekkja sem verða í aðalhlutverki þar.

Munum að jólin snúast ekki um að vera búin að ,,Öllu", hamast við að gera og græja heldur að njóta samveru, kósýheit og kertaljós. 

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband