Láttu tæknina vinna með þér - Fræðsla um lesblindu
11.02.2020
Hofsstaðaskóli, ásamt öllum skólum í Garðabæ, tekur nú þátt í þróunarverkefni sem ber heitið „Láttu tæknina vinna með þér“. Tilgangur verkefnisins er að fræða skólasamfélagið, þ.e. kennara, nemendur og foreldra um lesblindu, áhrif hennar á nám og úrvinnslu og kenna lesblindum nemendum að nýta sér þau úrræði sem eru í boði til þess að þeir geti nýtt sér námshæfileika sína til fullnustu.Snævar Ívarsson, framkvæmdarstjóri Félags lesblindra mun halda fyrir lestur fyrir kennarahópinn í Hofsstaðaskóla, 11. febrúar. Hann mun einnig fara inn í alla 5. bekki og 7. bekki og halda ca. 45 mín. fyrirlestur fyrir hvern bekk. Síðan er fyrirhugaður opinn fyrirlestur fyrir foreldra allra barna í skólanum eftir vetrarfrí.
Í fyrirlestrunum mun Snævar segja frá því hvað felst í því að vera lesblindur, en þar lýsir hann m.a. reynslu sinni sem lesblindur einstaklingur. Hann kynnir einnig fyrir nemendur, kennurum og foreldrum hvernig hægt er að nýta tölvur, síma og önnur snjalltæki til að lágmarka áhrif lesblindu á nám og starf.