Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bolludagur og bræður hans

16.02.2020
Bolludagur og bræður hans

Bolludagurinn er mánudaginn 24. febrúar. Honum fylgir sprengidagur og loks öskudagurinn. Á bolludaginn er nemendum frjálst að koma með rjómabollur í nesti. Á öskudaginn verður hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og haldið sannkallað Öskudagsfjör. Þá býðst nemendum að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá og allir mæta í búningum. Hádegismatur verður í bekkjarstofum og fá þeir sem eru í mataráskrift nestispakka frá Skólamat. Öskudagurinn er s.k. skertur dagur og lýkur skóla kl. 12.15. Frístundaheimilið Regnboginn tekur á móti nemendum frá þeim tíma. 

Til baka
English
Hafðu samband