Litríkur öskudagur
Á öskudaginn var að vanda boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá víðsvegar um skólann. Draugahúsið sem sett er upp í kjallaranum hefur mikið aðdráttarafl og vilja allir fá að rölta hringinn þar þótt margir séu frekar hræddir og þiggi gjarnan styrka hönd og láta leiða sig í gegn. Nokkur biðröð myndast einnig hjá spákonunum sem skyggnast inn í framtíðina með þeim sem það kjósa. Ýmsar aðrar stöðvar eru einnig í boði og má þar nefna öskupokagerð, grímugerð, danspartý í stóra salnum, andlitsmálun, fjör í smíðastofunni og fleira. Nemendur og starfsfólk mætir í fjölbreyttum og skemmtilegum búningum og er engin skortur á hugmyndaflugi þar.
Á einni stöð var myndataka en þar bauðst einstaklingum og hópum að stilla sér upp til að varðveita minninguna um þennan litríka og skemmtilega dag. Myndirnar úr myndatökunni og frá deginum eru á myndasíðu skólans og segja þær sjálfsagt meira en þúsund orð.
Sjá myndir af öskudeginum á myndasíðu skólans