Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ekki Skólamatur í næstu viku

20.03.2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn í Hofsstaðaskóla

Fyrsta vikan í breyttu skólastarfi er að baki og hefur hún gengið vonum framar. Allir eru að vanda sig og leggja sig fram um að gæta hreinlætis og fara að öllum fyrirmælum.Við höfum tekið ákvörðun um að hætta með matarpakkana frá Skólamat frá og með mánudeginum 23.3. Nemendur í 1. til 4. bekk koma með nesti bæði fyrir morgunhressingu og hádegisverð. Nemendum í 5. – 7. bekk er heimilt að koma með smá hressingu með sér en ekki er tekinn sérstakur nestis- eða matartími.

 Með ósk um góða helgi

Stjórnendur Hofsstaðaskóla

 

 

Til baka
English
Hafðu samband