Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársskýrsla 2019-2020

09.08.2020
Ársskýrsla 2019-2020

Ársskýrsla Hofsstaðaskóla skólaárið 2019-2020 er komin út. Í ársskýrslunni, sem er sú 20. í röðinni, er gerð grein fyrir helstu atriðum skólastarfsins skólaárið 2019-2020. Allir kennarar og starfsfólk skólans koma að gerð skýrslunnar með lýsingu á þeim störfum sem þeir hafa innt af hendi á skólaárinu. Leitast er við að gefa yfirlit yfir það fjölbreytta starf sem fram fer í Hofsstaðaskóla. Fjallað er um daglegt starf auk sem koma fram ýmis atriði sem tókust sérstaklega vel og ábendingar um sitthvað sem betur mætti fara með það að leiðarljósi að þróa og bæta starfið. Það sem einkenndi skólastarfið var breytingar á stjórnun skólans í upphafi árs, vinna við innleiðingu á hæfniviðmiðum aðalnámskrár og nýja birtingarmynd námsmats á sérstöku Hæfnikorti nemenda í Mentor. Á vorönninni hafði Koronaveirufaraldurinn, Covid- 19 víðtæk áhrif og er gerð grein fyrir þeim í sérstökum kafla. Af þessum sökum var dregið úr vinnu við önnur þróunarverkefni eins og Uppeldi til ábyrgðar, vaxandi hugarfar og leiðbeinandi kennsluhætti en áfram unnið í þeim anda. Skýrsluna má lesa hér á vefsíðunni undir Skólinn/Ársskýrslur

Til baka
English
Hafðu samband