Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabyrjun haustið 2020

25.08.2020
Skólabyrjun haustið 2020

Hofsstaðaskóli var settur í 43 sinn mánudaginn 24. ágúst sl. Nemendur komu saman á sal og fóru síðan í bekkjarstofur með umsjónarkennurum sínum. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tóku á móti nemendum á sal og ræddu við þá m.a. um lestur og mikilvægi þess að lesa á hverjum degi. Þeir fóru einnig yfir helstu skólareglur og hvöttu nemendur til þess að koma gangandi eða hjólandi í skólann á meðan veður leyfir. Mikilvægi þess að leggja sig fram og gera alltaf sitt besta var ítrekað og voru nemendur sammála því. Því miður gátu foreldrar og forráðamenn ekki tekið þátt í skólasetningunni að þessu sinni vegna takmarkana og sóttvarna. Hér má sjá myndir frá skólasetningunni. 

Nemendur í skólanum í vetur eru 572 og þar af eru 72 í 1. bekk. Starfsmenn eru um 90. Í Frístundaheimilinu Regnboganum er jafnan glatt á hjalla og flest börn í 1. til 3. bekk dvelja þar á degi hverjum. Vel hefur gengið að fá starfsfólk til starfa þar en enn vantar nokkra til viðbótar. 

Fyrsti skóladagurinn er nú að baki og gekk hann vel. Nemendur mættu jákvæðir og glaðir til starfa og ekki annað að sjá en að þeir séu tilbúnir til þátttöku í starfi og leik. Starfsmenn skólans tóku vel á móti nemendum og hlakka til samstarfsins við þá í vetur. 

Því miður þá standa enn yfir endurbætur á sundlauginni í Mýrinni svo sundkennslan hefst ekki fyrr en í næstu viku. 

 

Til baka
English
Hafðu samband