Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snjallir námsefnishöfundar

08.09.2020
Snjallir námsefnishöfundar

Margir af kennurum skólans eru snjallir námsefnishöfundar. Þær Bryndís og Elín Margrét sem kenna í vetur í 2. bekk hafa samið stærðfræðibækur sem Menntamálastofnun gefur út. Bækurnar heita Stærðfræðispæjarar. Í ágúst kom út 2. hefti af bókunum sem nemendur Hofsstaðaskóla eru mjög ánægðir með. Við erum afar stolt af þeim stöllum og óskum þeim innilega til hamingju með bækurnar. 

Stærðfræðispæjarar er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi en getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi. Bókunum er ætlað að mæta áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni auk lykilhæfni.

Til baka
English
Hafðu samband