Nemenda- og foreldrasamtöl 22. október
Nemenda- og foreldrasamtöl verða með öðru sniði að þessu sinni þar sem takmörkun er á aðgengi foreldra og forráðamanna inn í skólann. Samtölin munu fara fram í gegnum síma 21. og 22. október. Athugið að fimmtudaginn 22. október er ekki kennsla í skólanum.
Bókun samtala fer fram rafrænt á fjölskylduvefnum Mentor.is og hefst þriðjudaginn 13. október og lýkur 18. október.
Áður en samtalið á sér stað þarf nemandi ásamt foreldri/forráðamanni að fylla út sjálfsmat í Mentor en það er góður undirbúningur fyrir samtalið þar sem áhersla er m.a. lögð á að ræða um frammistöðu og líðan nemandans í skólanum.
Ítarlegar leiðbeiningar hafa verið sendar með tölvupósti.
Kennsla fellur niður fimmtudaginn 22. október, vegna samtalanna. Föstudaginn 23. október er skipulagsdagur í leik-og grunnskólum Garðabæjar og fellur kennsla líka niður þá auk þess sem frístundaheimilin verða líka lokuð.