Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikjadagskrá Vinaliða

25.10.2020
Leikjadagskrá Vinaliða

Vinaliðaverkefni Hofstaðaskóla er farið á stað í fjórða sinn. Það gengur út á að vinaliðar úr hópi nemenda stjórna leikjum í frímínútum. Vinaliðaverkefnið er norskt forvarnaverkefni sem hefur það að markmiði að styrkja nemendur í að stuðla að góðu og traustu umhverfi í frímínútum í skólanum í gegnum skipulagða leiki. Einnig er markmið verkefnisins að hvetja til aukinnar hreyfingar nemenda og jákvæðra samskipta. Árskóli á Sauðárkróki innleiddi verkefnið á Íslandi og hefur yfirumsjón með því. Verkefnið er á dagskrá í 1. – 7. bekk í grunnskólum Garðabæjar.

Nemendur byrjuðu á því að kjósa vinaliða, tvo stráka og tvær stelpur úr hverjum 4.,5., 6. og 7. bekk. Þeir sem voru valdir fengu sérstakt námskeið fyrir vinaliða. Að þessu sinni fór það fram utandyra og líka er hægt að skoða myndbönd með leikjunum. Vinaliðar klæðast sérstökum vestum svo þeir eru auðþekkjanlegir. Tveir og tveir stjórna leik á afmörkuðu svæði og eru fullorðnir þeim til aðstoðar. Krakkarnir eru orðin mjög spennt að kynna leikina fyrir skólasystkinum sínum og vona að allir taki virkan þátt.

 

Til baka
English
Hafðu samband