Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kakó og andlitsbrauð

26.10.2020
Kakó og andlitsbrauð

Eitt af verkefnum í heimilisfræðismiðju í 3. bekk er að gera heitt kakó og smurða brauðsneið. Rætt er um gróft brauð, trefjar og mikilvægi grænmetis í fæðunni. Nemendur fá brauðsneið, smjör, stóra ostsneið, agúrku og papriku. Fyrirmælin eru að nemendur hanni sína eigin brauðsneið með hráefninu sem getur verið brosandi andlit, kisa, hundur, mynstur eða hvað sem nemendum dettur í hug. Útkoman hefur verið mjög fjölbreytt og nemendur eru afar hugmyndaríkir. Svo er ekki verra að fá að borða brauðsneiðina og drekka með heitt kakó sem kennari útbýr með sýnikennslu. Meðfylgjandi eru tvö sýnihorn af brauðsneiðum nemenda.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband