Bebras áskorunin 9. - 13. nóvember
Bebras áskorunin er keyrð árlega um allan heim og er opin í eina viku. Í ár stendur hún yfir vikuna 9. - 13. nóvember. Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2015. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst sá að leyfa krökkum á aldrinum 10-18 ára að leysa krefjandi en jafnframt skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritun (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking).
Nemendur í Hofsstaðaskóla hafa verið duglegir að taka þátt í áskoruninni undanfarin ár. Þeim sem hafa áhuga gefst kostur á að taka þátt í áskoruninni í ár en hún er fyrir öll aldursstig því skipt er í þyngdarstig eftir aldri nemenda.
Krakkarnir í 3. HH tóku áskoruninni í morgun og stóðu sig mjög vel. Á myndasíðu 3. bekkja má sjá nokkrar myndir af krökkunum að glíma við þrautirnar.
Nánari upplýsingar er að finna á bebras.is