Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samrómur-tökum þátt

21.01.2021
Samrómur-tökum þátt

Verum samtaka og tökum þátt í Samrómi

Við í Hofsstaðaskóla höfum áhuga á því að leggja okkar af mörkum í verkefninu „Samrómur“ sem felst í því að lesa inn á tölvur eða spjaldtölvur, setningar á íslensku.Til þess að tölvur og tæki skilji íslensku, svo vel sé, þá þarf mikinn fjölda upptaka af íslensku tali frá allskonar fólki á öllum aldri. Sjá frekari upplýsingar hér: https://samromur.is/um

Við ætlum því að fara af stað inn í grunnskólakeppni sem nú stendur yfir og taka þátt í henni með því að lesa eins margar setningar og við getum til 25. janúar. Fullorðnir og börn, kennarar og foreldrar geta lagt verkefninu lið og eru flott verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Aðalatriðið er þó að vera með, því að með því móti erum við að leggja okkar að mörkum í því að vernda íslenskuna í stafrænum heimi.

Fyrirkomulagið er einfalt, fara inn á samromur.is, velja „Taka þátt“ – Tala - velja á milli 10, 20 eða 50 setninga, Síðan þarf að velja skóla, aldur kyn og móðurmál þátttakanda, haka við varðandi persónuupplýsingar og ýta á hljóðnemann og byrja að lesa. Mikilvægt er að foreldrar séu með börnum sínum þegar farið er inn í fyrsta skipti til að veita samþykki vegna persónuverndar.

Hvetjum alla foreldrar til að aðstoða börnin sín við að taka þátt í verkefninu og nýta það sem góða þjálfun í lestri og heimalestur.

Með baráttukveðju úr Hofsstaðaskóla

Stjórnendur

Til baka
English
Hafðu samband