Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Merkur áfangi-100 daga hátíð

05.02.2021
Merkur áfangi-100 daga hátíð

Föstudaginn 29. janúar var mikið líf og fjör hjá nemendum 1. bekkja skólans því þá var rík ástæða til að skella upp hátíð. Tilefnið var að þennan dag voru krakkarnir búnir að vera 100 daga í grunnskóla. Nemendur voru fram að þessum degi búnir að telja dagana og tugina og þannig æfðu þeir sig í stærðfræðihugtökum. Eins og venja er þá marseraði öll hersingin inn í "stóra" skólann og fór þar um alla króka og kima, söng og trallaði. Aðrir nemendur skólans kíktu út úr stofum sínum og hylltu yngstu nemendurna. Að vanda var einnig marserað fram hjá stjórnendum og öðru starfsfólki. Eftir marseringu voru fjölbreytt verkefni í boði sem flest tengdust tölunni 100 t.d. að telja Cheerios hringi o.fl.  Við óskum fyrstu bekkingum til hamingju með áfangann og vonum að þeir skemmti sér vel.

Kíkið á myndir á myndasíðu 1. bekkja og stutt myndskeið sem fangað aðeins stemninguna


 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband