Öskudagsgleði 2021
Öskudagsgleði verður í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 17. febrúar frá kl. 8:30-12:30. Skóla lýkur að dagskrá lokinni kl. 12.30 (skertur skóladagur, merktur með gulu á skóladagatal). Dagskrá er skipulögð innan hvers árgangs fyrir sig en ekki þvert á skólann eins og hefð er fyrir. Nemendur eru hvattir til að mæta í búningum eða furðufötum.
Nesti og matur
Í morgunhressingu er í boði að koma með „sparinesti“ (sætabrauð og safa. Og og sælgæti er ekki leyfilegt). Í hádeginu verða samlokur, ávextir og safi fyrir nemendur í mataráskrift. Athugið að ekki verður hægt að hita í örbylgjuofni/grilli þennan dag þar sem nemendur borða hádegismat í bekkjarstofum.
Regnboginn
Nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilið eftir skóla fara þangað kl. 12:30. Vinsamlega látið umsjónarmanninn vita ef þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustuna með því að senda póst á: brekida@hofsstadaskoli.is
Við vonum að dagurinn verði ánægjulegur.