Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnamenningarhátíð í Garðabæ

07.05.2021
Barnamenningarhátíð í Garðabæ

Skólabörn hafa fyllt Garðatorg af lífi undanfarna daga því dagana 4. – 7. maí stóð yfir Barnamenningarhátíð í Garðabæ en hún var nú haldin í fyrsta sinn í bænum. Að þessu sinni var eingöngu boðið upp á dagskrá fyrir skólahópa. 

Nemendur í Hofsstaðaskóla tóku þátt í ýmsum viðburðum: 1. bekkingar tóku þátt í greina- og ullarsmiðju, 1.og 3. bekkur fór á Hönnunarsafn Íslands og tók þátt í dagskránni Dýrin í Deiglumó, 5. bekkingar tóku þátt í arabísku danspartýi á Garðatorgi og 7. bekkingar hittu Gunnar Helgason í ritsmiðju á Bókasafni Garðabæjar.

Krakkarnir í 3. ÁS voru í hópi þeirra sem heimsóttu Hönnunarsafnið. Þar var vel tekið á móti þeim og þeir fengu að skoða leirmuni, hanna, teikna og deila hugmyndum sínum. En nálgast má fleiri myndir frá heimsókn 3. ÁS á hönnunarsafnið í myndasafni 3. bekkinga.

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband