Hönnun í textílmennt
14.05.2021
Nú hefur nýr og skemmtilegur möguleiki bæst í flóruna hjá nemendum í textílmennt. Nú býðst þeim að hanna ýmis konar merkingar á afurðir sem þeir læra að búa til í textílmenntartímum. Síðan er nýi vínilskerinn og hitapressan notuð til að koma merkingunum á afurðirnar. Þeir geta leitað eftir myndum á netinu, fundið logo eða búið til eigin texta. Myndin er unnin í Inkscape og prentuð út á fatafilmu í vínilskera. Síðan er textinn, myndin eða logoið straujað með hitapressunni á afurðirnar sem nemendur hafa unnið í textílmennt s.s. buxur, poka, töskur, pennavesi o.fl. Nemendur í 7. bekk sauma buxur og nemendum í 6. og 7. bekk býðst einnig að búa til pennaveski, poka eða töskur.
Kíkið á fleiri sýnishorn af verkum nemenda á myndasíðu skólans