Samtalsdagur og skipulagsdagur
20.10.2021
Kæru foreldrar/forráðamenn í HofsstaðaskólaÁ morgun fimmtudag 21. október er samtalsdagur í skólanum. Öll kennsla fellur niður. Nemendur mæta með forráðamönnum í samtal til umsjónarkennara í umsjónarstofu. Frístundaheimilið Regnboginn er opinn.
Óskilamunir frá nemendum eru í miðrými skólans og biðjum við alla um að koma við og kanna hvort ekki leynist þar, flíkur, íþróttaföt, nestisbox eða annað sem saknað er.
Föstudaginn 22. október er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og frístundaheimilum. Kennsla fellur niður og lokað er á frístundaheimilum. Starfsfólk skólanna sinnir endurmenntun og skipulagi skólastarfs.
Við óskum þess að samtölin á morgun verði bæði gagnleg og ánægjuleg fyrir fjölskyldur og skóla.
Vonum að þið njótið helgarinnar og fyrsta vetrardags.
Stjórnendur og starfsfólk