Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarleyfi grunnskóla

15.02.2022
Vetrarleyfi grunnskóla

Vikuna 21. - 25. febrúar er vetrarleyfi grunnskóla í Garðabæ og fellur kennsla niður. Frístundaheimilið Regnboginn er opið og er sérstök skráning í dvöl þessa viku.

Kennsla hefst aftur á bolludaginn 28. febrúar og þá geta nemendur komið með rjómabollu í nesti. Á öskudaginn 2. mars er hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar, nemendur mæta í búningum og er boðið upp á ýmsa leiki. spil og skemmtun. Kennslu lýkur þann dag kl. 12.40. Nánar auglýst þegar nær dregur. 

Til baka
English
Hafðu samband