Aðalfundur foreldrafélags Hofsstaðaskóla og kröftugur fyrirlestur Pálmars Ragnarssonar um jákvæð samskipti

Þriðjudaginn 29. mars kl. 20.00 í Hofsstaðaskóla
Dagskrá:
Kl. 20:00 – 20:15 Örstutt og skemmtileg aðalfundarstörf
Kl. 20:15 – 20:20 Dagskrá vetrarins
Kl. 20:20 – 21:20 Fyrirlestur um jákvæð samskipti. Boðskapur fyrirlestrarins er hvernig foreldrar geta saman myndað öfluga heild og einnig er farið yfir atriði sem geta hjálpað til í samskiptum foreldra og barna.
Við fáum Pálmar Ragnarsson í heimsókn en hann er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins, ýmis ráðuneyti og fleiri. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á foreldrahópinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands. Þetta er fyrirlestur sem fær fólk til að hlæja og hugsa á sama tíma.
Við hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn foreldrafélags Hofsstaðaskóla