Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Popplestur

10.05.2022
Popplestur

Í síðustu viku fögnuðu nemendur á yngra stigi góðum árangri í svokölluðu popplestrarverkefni. Á meðan verkefnið stóð yfir kepptust nemendur við að lesa og hlusta á bækur í sem flestar mínútur, bæði heima og í skólanum. Hver bekkur safnaði poppbaunum í krukku út frá fjölda mínútna sem voru skráðar. Að verkefni loknu var svo haldin poppveisla þegar poppað var úr öllum baununum sem söfnuðust. Í tengslum við verkefnið unnu nokkrir bekkir einnig með stærðfræði og ritun.  Nemendur eiga hrós skilið fyrir mikinn áhuga og frábæra þátttöku.

Hér má sjá nokkrar myndir af "poppurunum"

Til baka
English
Hafðu samband