Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjarvistaskráningar og leyfisóskir

23.08.2022
Fjarvistaskráningar og leyfisóskir

Í upphafi nýs skólaárs eru gerðar breytingar á forfallatilkynningum og biðjum við alla forráðamenn um skrá fjarveru barna sinna í mentor. Einnig er hægt að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is. Ekki er lengur tekið á móti tilkynningum í síma.

Ef sækja þarf um leyfi fyrir nemendur er það sömuleiðis gert í mentor. Sama hvort er um að ræða einstaka kennslustund eða heila daga.

Á forsíðu Mentor þarf að velja bláu flísina efst í hægra horni þar sem stendur Ástundun og þá opnast valmöguleikarnir, Tilkynna forföll og Umsóknir um leyfi. Helena skrifstofustjóri samþykkir allar beiðnir og tilkynningar og forráðamenn fá svar um að skráning sé móttekin.

Til baka
English
Hafðu samband